Þessi sæti ávöxtur er afar góður fyrir heilsuna, hann er fullur af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.
En hvað er svona hollt við döðluplómu?
Ávöxturinn er ekki hár í kaloríum – 70 kaloríur í 100gr. Hann er afar lágur í fitur. Hann inniheldur mikið af trefjum. Í 100gr eru 3.6gr af trefjum en það er 9,5% af RDS.
Ferskur ávöxturinn inniheldur andoxunarefni eins og A-vítamín, beta-karotin, lycopene, lutein og fleira. Sama vinna þessi efni í líkamanum.
Döðluplóman er stútfull af C-vítamíni sem er enn eitt öflugt andoxunarefni. Að borða reglulega mat sem inniheldur C-vítamín styrkir varnir líkamans gegn sýkingum.
Einnig inniheldur þessi dásamlegi ávöxtur fólín sýru, B6-vítamín, thiamin og fleira.
Ef ávöxturinn er borðaður ferskur þá ertu að græða magnesíum og kalíum.
Döðluplóman er hollust ef hún er borðuð fersk en hana má einnig matreiða á margan hátt og hún er afar bragðgóð.
Heimild: nutrition-and-you.com