Til að byrja daginn rétt skiptir morgunmaturinn miklu máli.
Ber eru svo kallað súperfæði vegna þess hversu mikið magn af andoxunarefnum þau innihalda og einnig eru ber afar lág í kaloríum. Einn bolli af jarðaberjum inniheldur ráðlagðan dagskammt af C-vítamíni, ásamt góðum skammti af fólín sýru og trefjum.
Jarðaber eru einnig góð fyrir hjartað. Í rannsókn frá árinu 2013 kom í ljós að konur sem borða jarðaber reglulega eru ekki í áhættu hóp á að fá hjartaáfall. Tek fram að þessi rannsókn stóð yfir í 18 ár.
Í boostið, saman við hafragrautinn, ein og sér, ristað gróft brauð með jarðaberjum og margt fleira. T.d er gott að búa sér til skál fulla af allskyns berjum. Það kalla ég að fylla á andoxunartankinn.