Avókadó er einnig afar ríkt af glutathione sem kallað er móðir allra andoxunarefna. Þetta efni styrkir ónæmiskerfið, hjartað og byggir upp sterkt taugakerfi og einnig, þá hægir það á ótímabærri öldrun.
Uppskrift er fyrir 1-2.
1 stórt avókadó eða 2 minni
2 bollar af kúrbít – án hýðis og skorin niður
2 stórar döðlur án steina
¼ bolli af kóríanderblöðum
½ sítróna – nota safann
Svo má nota salt og pipar eftir smekk
Blandið öllu hráefni saman í blandara þar til mjúkt. Bætið vatni við eftir þörfum. Passið bara ef þið viljið hafa dressinguna þykka að nota ekki of mikið vatn. Mælt er með ½ bolla.
Ef dressing er höfð þykk er hún mjög góð sem ídýfa.
Þessi dressing er dásamleg ofan á salöt, eða með hráu grænmeti eins og gúrku, blómkáli og papriku.