Bökubotn
5 dl kókosmjöl
4 dl makadamíuhnetur
2 dl aprikósur, smátt saxaðar
1 tsk vanilla
¼ tsk salt
1 msk kókosolía
Bananafylling
2 bananar, í bitum
3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
1 dl döðlumauk
1 msk sítrónusafi½ dl kókosolía
Bananalag
3 bananar skornir í sneiðar
Mangókrem
2 dl kasjúhnetur, sem hafa legið í bleyti í 2 klst – má nota makadamíuhnetur
1 dl kókosmjólk
1 dl chia gel
1 mangó, afhýtt og steinhreinsað – má nota frosið (um 2 dl)
15 cm stöngull sítrónugras, ystu grófu blöðin fjarlægð og stöngullinn smátt saxaður
4 msk hunang
2 msk kókosolía
2 msk sítrónusafi
¼ tsk salt
Ofan á
Fullt af ferskum ávöxtum og/eða berjum
Botn
Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Deigið er tilbúið þegar það klístrast saman. Þrýstið niður í form og setjið inn í frysti og látið stífna smá stund áður en fyllinging er sett útí bökuskelina.
Bananafylling
Setjið bananana í blandara og maukið, bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið þar til alveg mjúkt og kekklaust. Hellið fyllingunni oná bökuskelina og dreifið jafnt úr.
Bananalag
Raðið bananasneiðunum ofan á bananafyllinguna.
Mangókrem
Setjið allt í blandara og blandið þar til alveg kekklaust. Hellið ofan á bananasneiðarnar og dreifið úr kreminu.
Skreytið með ferskum ávöxtum og/eða berjum.
Heimild: nlfi.is