Rífið salatið gróflega niður og leggið í botninn á fati eða stórum diski.
Skerið grænmetið frekar smátt og dreifið ofan á.
Skerið kjúklinginn í litla bita, kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu uppúr smá olíu þar til hann hefur lokast á öllum hliðum.
Hellið þá bbq sósunnu út á pönnuna ásamt chillimaukinu og látið þetta krauma saman við meðal-háan hita í um 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað og kjúklingurinn eldaður í gegn.
Stráið þá sesamfræjunum yfir hrærið saman og takið af hitanum.
Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr kjúklingnum 5-10 mínútur og hellið honum svo yfir salatið.
Skreytið með smá grænmeti og e.t.v. meiri bbq sósu og drefið svo fetaosti yfir allt saman.
Berið fram með flögunum og kaldri sósu.
Uppskrift af vef eldhusperlur.com