Hálfur haus af blómkáli
1 egg
¾ bolli af fjölkorni (multigrain)
1 tsk af þurrkaðri steinselju
½ tsk af sellerí salti
1 bolli af rifnum osti
- Ef þú ert að gera þetta fyrir fullorðna þá má bæta í uppskrift muldum fetaosti.
Forhitið ofninn í 180 gráður.
Takið ofnplötu og setjið smjörpappír yfir hana.
Gufusjóðið blómkálið í um 5 mínútur. Passið að láta allt vatn renna af því eftir suðuna. Nota má eldhúspappír til að þerra blómkálið alveg.
Setjið nú í blandarann, blómkálið, egg, fjölkornið, steinselju, sellerí saltið og rifna ostinn.
Látið vinnast saman í 10 sekúndur eða þar til blandan er alveg unnin saman. Ef þér finnst þetta of lint þá má nota meira af fjölkorninu.
Takið nú blönduna til hliðar of farið að búa til nagga. Það er nóg að nota teskeið og svo mótar þú bara í nagga.
Setjið á bökunarplötuna.
Látið bakast í 10 mínútur, snúið nöggum og bakið í aðrar 10 mínútur, eða þar til þeir eru orðnir gylltir.
Geymsluþol: setja má naggana í poka sem þolir vel frost og þá geymast þeir í um 2 mánuði í frystinum.
Ef þú vilt hafa naggana extra “cruncy” þá má bera á þá olíu eða smjör áður en þeir fara í ofninn.