300 gr KORNAX rúgmjöl
200 gr KORNAX heilhveiti
1 msk salt
1 msk sykur (má sleppa)
1 msk góð matarolía
3 – 3 1/2 dl sjóðandi vatn
Hveiti til að hnoða
Blandið saman í skál rúgmjöli, heilhveiti, salti, sykri (má sleppa) og matarolíu. Hellið sjóðandi vatni yfir og blandið vel saman. Látið kólna lítið eitt og hnoðið deigið með hveiti og fletjið út í þunnar kökur og mótið kringlóttar kökur – með því að leggja disk á deigið og skera með brún disksins.
Pikkið þær með gaffli og steikið á vel heitri eldavélarhellu eða á gasgrillinu.
Dýfið kökunum í kalt vatn strax að lokinni steikingu til að stöðva brunann.
Heitar nýbakaðar flaltkökur. Bara nammi
Skemmtileg síða hjá Albert í eldhúsinu