Skelltu í eitt svona því það er svo æðislegt að eiga glænýtt heimabakað brauð.
Skelltu í eitt svona því það er svo æðislegt að eiga glænýtt heimabakað brauð.
Hráefni:
- 8 dl KORNAX heilhveiti
- 1 dl haframjöl
- 2 dl sólblómafræ
- 1 1/2 dl hörfræ
- 1 dl gróft kókosmjöl (ágætt að saxa það svolítið)
- 1 dl rúsínur (má sleppa)
- 1 tsk gróft sjávarsalt
- 1 tsk lyftiduft
- 1 msk lífrænt hunang
- 7 dl ab mjólk
- 3 dl ylvolgt vatn
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C. (Blástur)
- Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Þið getið notað hvaða fræ og korntegundir sem þið viljið, það er um að gera að nýta það sem þið eigið til í skápunum.
- Blandið ab mjólkinni, vatninu og hunanginu saman við þurrefnin. Mér finnst gott að bíða með að setja 1 dl af vatni saman við og hella því smám saman við deigið, það er nefnilega betra að bæta í rólega. Um leið og deigið er samlagað þá er það tilbúið. Ég nota bara hendurnar til þess að blanda þessu öllu saman.
- Látið deigið í pappírsklætt formkökuform og bakið í 55 - 60 mínútur.
Það er ágætt að leyfa brauðinu að kólna í svolitla stund áður en þið berið það fram. Ilmurinn sem fer um heimilið þegar brauðið er tilbúið er dásamlegur og það er fátt betra en nýbakað brauð með smjöri, osti og góðri sultu. Þetta brauð er mjög gróft og er því mun þéttara í sér en önnur. Brauðið geymist í örfáa daga en er best nýbakað, það er hins vegar frábært að frysta brauðið í sneiðum. Ég er búin að skera mitt brauð niður í sneiðar og setja í frystinn og nú get ég sótt mér eina og eina brauðsneið út vikuna.
Uppskrift frá evalaufeykjaran.com