Gott að baka þetta brauð um helgina.
Afar góð uppskrift af bráðhollu banana brauði frá henni Evu Laufey Kjaran.
Hráefni:
- 2 egg
- 2 þroskaðir bananar
- 60 g smjör
- 1 dl hlynsíróp
- 3 1/5 dl Kornax Heilhveiti
- 1 tsk vanillu extract (eða vanillusykur)
- 1 dl mjólk
- 2 tsk lyftiduft
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C (blástur) Þeytið saman egg og hlynsíróp þar til blandan verður létt og ljós.
- Bræðið smjör við vægan hita og leggið til hliðar.
- Blandið hveiti og lyftidufti saman og blandið við eggjablönduna.
- Merjið banana og bætið út í blönduna ásamt mjólkinni og smjörinu.
- Smyrjið form og hellið deiginu í formið, ég sáldraði smávegis af haframjöli yfir og skar niður 1/2 banana og lagði bita ofan á deigið.
- Bakið brauðið við 180°C í 45 - 50 mínútur.
Uppskrift af síðu evalaufeykjaran.com