Fátt bragðast betur en sneið af nýbökuðu brauði. En því miður varir þessi stökka sæla ekki að eilífu. Það sem þið getið gert til þess að brauðið geymist lengur er eftirfarandi:
– Fjárfestu í íláti úr leir til að geyma brauðin í. Leirinn dregur í sig rakann sem brauðið gefur frá sér en gefur hann svo til baka þegar brauðið fer að þorna. Mygla hefur heldur ekki mikla möguleika á að myndast þar. Brauðkassar sem lokast ekki loftþétt og leyfa loftinu aðeins að hreyfast hafa svipuð áhrif.
– Strjúktu yfir brauðgeymsluna þína einu sinni í viku að innan með edik vættum klút. Það hjálpar til við að hindra myglumyndun.
– Geymdu brauð og rúnnstykki við stofuhita. Við hitastig í ísskáp (kæliskáp) 0°C – 7°C tapar bökuð vara raka sínum og bragði og verður fljótt gömul.
– Geymdu skorin brauð með skurðarflötinn (sárið) niður. Þá þornar brauðið hægar.
– Gott ráð fyrir þá sem búa einir: Skerðu helminginn af brauðinu í sneiðar og frystu það. Hinar skornu sneiðar getur þú svo sótt eftir þörfum og látið þær þiðna eða ristað og fengið rjúkandi ristabrauð.
– Keyptu brauð með háu hlutfalli af rúg, heilkorni eða súrdeigi. Þessi brauð geymast best.
Miðað við það að þú fylgir ofangreindum ráðum geymast súrdeigsbrauð í enn fleiri daga:
– Hvít brauð allt að 2 dögum
– Hveitibrauð blönduð með rúg í 2 til 4 daga
– Rúgbrauð blönduð með hveiti í 3 til 4 daga
– Rúgbrauð í 4 til 6 daga
– Kjarnarúgbrauð í 7 til 9 daga
Öldrun á brauði kallast „Retrogratiation“. Hún gerist vegna mjölsterkjunnar sem bundin var með vatninu í bakstrinum. Vatnið leitar út í skorpuna og gufar upp. Aðeins frysting getur hindrað þetta ferli. Hiti fyrir ofan frostmark og hreyfing á lofti hraða öldrun á brauði. Í ísskáp er brauð að vísu betur varið gegn myglu en það eldist að öðru leyti hraðar. Í ísskáp missir brauðið hraðast raka sinn.
Fróðleikur af vef labak.is