Uppskrift er fyrir eitt brauð – sirka 12 sneiðar.
Geymist í allt að fjóra daga ef geymt í ísskáp í plasti eða lokuðu íláti.
2 ¼ bolli af heilhveiti – nota glútenlaust
1 ½ tsk af matarsóda
¾ tsk af lyftidufti
¼ tsk af salti
½ msk af ósöltuðu smjöri eða kókósolíu í fljótandi formi
3 stór egg – hafa þau við stofu hita
2 ½ tsk af möndlu extract
1 tsk af fjótandi Steviu
¼ bolli af hreinum grískum jógúrt
1 bolli af stöppuðum banana
2 msk af hreinu hvítu ediki (plain white vinegar)
6 msk af undanrennu
1 ½ bolli af ferskum bláberjum – má nota frosin – muna að skipta þeim
Forhitið ofninn í 230 gráður.
Berið létt í brauðform með smjöri.
Takið meðal stóra skál og hrærið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt.
Takið aðra skál og hrærið í hana smjöri, eggjahvítum, möndlu extract og fljótandi Steviu.
Bætið jógúrt saman við og hrærið vel eða þar til engir stórir kekkir eru sjáanlegir.
Hrærið núna banananum sama við, svo ediki.
Takið hveiti blöndu og mjólkina og blandið saman við bananablönduna til skiptis. Hrærið vel á milli.
Hellið svo bláberjum saman við og hrærið létt til að klessa ekki berin.
Setjið nú deig í form og pressið bláberjum ofan á toppinn.
Hyljið formið með álpappír, pressið vel upp að forminu við hornin og reynið að mynda gott bil milli deigs og álpappírs.
Bakið svona í 35 mínútur á 220 gráðum.
Nú þarf að hafa hraðar hendur og taka formið út og fjarlæga álpappír og setja form aftur inn í ofninn og láta bakast í 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur úr brauði hreinn sé honum stungið í miðjuna.
Látið kólna í 10 mínútur áður en þú tekur brauð úr formi.
HÉR er uppskriftin á ensku ásamt fróðleik.