Jæja brauðbollur komnar úr ofninum .
Aldeilis góðar :)
Hvað er betra en nýbakað brauð ?
Þetta silikon form er æði...fékk þau í London í nokkrum stærðum.
Frábært að nota í bakstur og ísgerð .
4 dl Spelti ( gott að nota gróft og fínt blandað saman)
2 1/2 dl múslí ( nota sollu múslí án ávaxta)
1/2 dl graskersfræ
1 dl solkjarnafræ
1 dl kokos
1/2 tsk Falk salt
1 msk Agave sýróp
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk. Husk
1 dl vatn
3 1/2 dl ab-mjólk
Hitið ofninn í 200°.
Blandið þurrefnum saman í skál.
Setjið sýrópið, vatn og ab-mjólk saman við og hrærið öllu varlega saman.
Látið deigið í silikon brauðform eða nota sem brauðbollur og bakið í ca 55-60 mínútur fyrir heilt brauð en um 20min fyrir bollur.
Skítlétt að útbúa :)
Ein bolla hjá mér var 30gr og það er skammturinn sem ég leifi mér af brauði .