Ef þú ert að reyna að losa þig við nokkur aukakíló þá auðvitað vita allir að best er að þjálfa líkamann.
Það má líka nýta sér það sem náttúran býður uppá eins og t.d banana.
Skelltu í þennan drykk og eigðu hann tilbúin þegar þú kemur af æfingu. Hann kemur líka í veg fyrir vöðvakrampa og fótapirring. Það gerir kalíum innihald banananas.
Þegar banana er blandað saman við hörfræ og spínat þá ertu svo sannarlega að kýla á brennsluna.
1 banani
1 appelsína
½ glas af fitulausum jógúrt
1 msk af kókósolíu
2 msk af hörfræjum
¼ msk af engiferdufti
1 msk af spínat
Öllu hráefni er skellt í blandara og látið hrærast þar til allt er mjúkt og vel blandað.
Mælt er með að drekka þennan drykk daglega á meðan þú ert að létta þig.