Þessi uppskrift, ef uppskrift má kalla því þetta er kannski bara frábær hugmynd, svo auðveld er hún. Grauturinn er yndislega rjómakenndur og frísklegur. Tilvalið fyrir Chia-byrjendur!
Athugið að hér þarf engan viðbættan sykur eða sætuefni. Mjólkursætan í rjómanum sér um það.
Rjóma og fræjum blandað saman og leyft að standa í kæli 1 klst eða svo.
Lúkufylli af frosnum mangó-bitum er leyft að standa í stofuhita meðan pannacottað er í kælinum. Rjómafræjunum skipt milli skála þegar bera á fram og magnó dreift yfir.
Ef þið viljið gera réttinn ennþá fallegri mætti bæta við ristuðum kókosflögum eða söxuðum hnetum. Pistasíuhnetur væru alveg tilvaldar uppá litagleðina að gera!
Tengt efni: