Og það sem best er að það er afar einfalt að elda þessa eggjauppskrift.
Uppskrift er fyrir 4.
4 stór egg – skilja rauður frá hvítu og hver rauða fer í sína skál
Klípa af salti
¼ bolli af parmesan osti – nota ferskan og rífa hann fínt
1 skallot laukur – saxa fínt
Pipar eftir smekk
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Hyljið stóra bökunarplötu með smjörpappír.
Nota má eldunarsprey á pappírinn (cooking spray).
Skiljið eggjarauður frá hvítu, setjið hverja rauðu í sína skál.
Þeytið egggjahvítur og salt saman með rafmagnsþeytara þar til hvítur eru stífar.
Setjið parmesan ostinn og skallot lauk varlega saman við eggjahvítur með plast spaða.
Búðu til 4 hóla – eru um ¾ bolli hver úr eggjablöndunni og settu hólana á smjörpappírinn.
Gerðu holu í miðjuna á hvern hól með skeið.
Bakið nú eggjahvítuna þar til þær eru létt brúnar, tekur um 3 mínútur.
Takið úr ofni.
Ef holan hefur lokast á eggjahvítuhólnum þá skal nota skeið og laga hana. Setjið nú eggjarauður varlega í hverja holu.
Látið bakast þar til rauður eru tilbúnar en samt linar, tekur um 3-5 mínútur.
Notið pipar yfir eggin – eftir smekk hvers og eins.
Berið fram strax.