Næst þegar þú ferð í búðina kipptu þá með heim banana og jarðaberjum.
Uppskrift gefur 2 brauð.
½ bolli af mjúku smjöri
1 volli af hrá sykri eða öðru sætuefni
2 stór egg – píska saman
3 þroskaðir bananar
2 bollar af heilhveiti
1 tsk af lyftidufti
½ tsk af salti
1 ½ bolli af ferskum jarðaberjum, skorin í bita
Forhitið ofninn á 250 gráður.
Takið tvö brauð form og smyrjið þau eða notið bökunarpappír.
Takið nú stóra skál og hrærið saman smjöri og því sætuefni sem þið notið. Blandan á að verða létt og loftkennd.
Takið minni skál og setjið eggin í hana, hrærið þau með gaffli. Blandið smjörblöndu saman við og hrærið vel. Nú má setja stappaða banana saman við þessa blöndu. Muna að hræra allt vel saman.
Sigtið þurrefnin saman við blönduna, hveitið, lyftiduft og salt. Gerið þetta rólega. Og hræra svo aftur afar vel saman.
Nú skal setja jarðaberin í blönduna, ekki kremja þau mikið og blandið varlega.
Hellið deigi í brauðformin ykkar og látið bakast á 250 gráðum í 15 mínútur, lækkið svo hitann í 210 gráður og bakið í aðrar 30 mínútur eða þar til brúnir eru létt brúnar og prjónn kemur hreinn uppúr miðju brauðs.
Látið kólna alveg áður en tekið er úr formum.