Hér er að finna einfalda og afar bragðgóða uppskrirft af vef gottimatinn.is
Innihald:
5 stk. harðsoðin egg
1 stk. avókadó
150 g stökkt beikon, gott að hafa meira til skrauts
2 msk. grísk jógúrt frá Gott í matinn
3 msk. sýrður rjómi frá Gott í matinn
safi úr hálfri límónu
salt, pipar og chiliduft eftir smekk
Aðferð:
- Skerið niður egg og avókadó í litla bita, myljið/klippið beikonið og saxið laukinn.
- Blandið jógúrt, sýrðum rjóma og límónusafa saman í skál, kryddið til með salti, pipar og smá chilidufti.
- Hellið öllum hráefnunum saman við jógúrtblönduna og blandið vel.
- Salatið hentar vel með stökku kexi eða grófu, ristuðu brauði.
Salatið fellur undir lágkolvetna og keto mataræði.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir