Við höfðum samband við Ektafisk og forvitnuðumst um þessar hollustu bollur.
"Bollurnar hafa fengið svakalega góðar undirtektir frá fólki almennt, en ekki síst þeim hópi sem er hvað viðkvæmastur fyrir aukaefnum og helst glúteni."
Þessar bollur eru fullkomnar með brúnni sósu, kartöflum og salati og einnig með sinnepssósu eða sósu að eigin vali.
Hægt er að nálgast þær í gegnum Facebook síðuna okkar eða vefverslunina www.ektaverslun.is.
Bollurnar eru einungis seldar í vefverslun okkar, 5kg fyrir 4.855kr en við sendum bollurnar frítt á allar afgreiðslustöð Flytjanda um allt land.
Við framleiðum bollurnar hér sjálf hjá Ektafiski á Hauganesi, en Ektafiskur er fjölskyldufyrirtæki þar sem núverandi eigandi er af fjórðu kynslóð saltfiskframleiðenda. Fimmta kynslóðin er nú farin að starfa hér líka.
Fyrir utan saltfiskinn sem fæst í flestum verslunum landsins og á öllum betri veitingastöðum, framleiðum við líka saltfiskpartýbollur sem eru einnig mjög vinsælar og þykja hentugar sem fingramatur í veislum og partýum (fullkomnar með sweet-chilli sósu).
„Elvar, eigandi, er hér duglegur við að taka á móti ferðamönnum og innlendum hópum (hvataferðir o.s.frv) og er með túr hér um verksmiðjuna og tekur hópana í skemmtilega leiki o.s.frv. sem sagt nóg að gera hér hjá okkur hjá Ektafiski“.
Það er t.d. upplagt að steikja blandað grænmeti á pönnu og framreiða bollurnar með fersku grænmeti og jafnvel sinnepssósu eða sósu að eigin vali. Það er bæði hægt að sjóða þær í léttsöltuðu vatni í c.a 3 mínútur en svo er líka hægt að baka þær í ofni. Möguleikarnir eru næstum endalausir.
Skellum með einni góðri uppskrift hér í endann.
Hráefni og leiðbeiningar:
Saxið niður 2 lauka og steikið á pönnu, má setja smá sykur.
Þegar laukurinn er aðeins farinn að brúnast hellið þá vatni á pönnuna og setjið Heilsubollurnar útí.
Setjið lokið á pönnuna og látið suðuna koma upp.
Takið bollurnar af pönnunni.
Kryddið soðið á pönnunni eftir smekk og þykkið með sósujafnara.
Þegar þið eruð ánægð með sósuna þá slökkva á hitanum og setja Heilsubollurnar útí.
Berið fram með soðnu grænmeti og kartöflumús eða bara því sem til er í ísskápnum hverju sinni.
Verði ykkur að góðu.
Kíktu inn á Ektaverslun.is og kynntu þér þessar bollur og inn á Ektafiskur.is getur þú kynnt þér fyrirtækið. Einnig er Ektafiskur með Facebook síðu.