Innihald: / 700 g nautahakk / 2 hvítlauksrif / 1/2 laukur / 1 egg / 1 eggjarauða / 1 tsk sjávarsalt / 1 tsk pipar (gerir fjóra borgara) / 1-2 sætar kartöflur fyrir brauð.
Sætar kartöflur (hamborgarabrauð): / 1-2 sætar kartöflur. Veljið þá stærð sem hentar til að skera niður í 8 sneiðar og kryddið með uppáhalds kryddinu ykkar. Ég notaði franskt kartöflukrydd frá Pottagöldrum, smá túrmerik, olíu og salt. Ég skar þær í frekar þunnar sneiðar og setti þær í ofninn á 180g. þar til þær verða mjúkar.
Þessi uppskrift er í bókinni hennar Berglindar Sigmarsdóttur Nýjir Heilsuréttir fjölskyldunnar sem er dásamleg bók og ætti að vera til á öllum heimilum. Berglind notar beikon og spæld egg með sem er örugglega guðdómlega gott en ég sleppti því hér. Þegar ég hef ekki mikinn tíma og get ekki undirbúið hamborgarana á þennan hátt fer ég í Frú Laugu og kaupi tilbúna hamborgara úr fyrsta flokks nautahakki. Þeir eru dýrir en svo gjörsamlega þess virði.