Dúndur gott bragð, hellingur af trefjum og góðri fitu. Svo ég gleymi nú ekki omega-3 sem avókadó er afar ríkur af.
Það má líka nota perur í stað epla ef þig langar eða bæði.
Drykkur er fyrir einn.
1 epli – eða pera/eða bæði
½ avókadó, úrsteinað og án hýðis
2 bollar af spínat
Nokkur myntulauf
Vatn eftir smekk
Og ísmolar svo drykkurinn sé nú kaldur
Ávallt skal byrja á því að setja vökvann í blandarann. Því næst mega öll hráefnin fara saman við. Skella á góðan hraða og láta blandast þar til drykkur er mjúkur.
Kaloríur í einu glasi eru 269.