Þessi er dásamlegur til að byrja daginn og stút fullur af andoxunarefnum.
Stútfullt af andoxunarefnum
Þessi er dásamlegur til að byrja daginn og stút fullur af andoxunarefnum.
Gott að vita:
Sama hvaða blanda það er af berjum þá er hún meinholl. En bláber og brómber eru sérstaklega gagnleg okkur sem sækja í andoxunarefni og hafa þessi ber upp í 200 efnasambönd saman með andoxunarefna eiginleika. Svo skrokkurinn blómstrar með þessum drykk.
Hráefni:
- 1 bolli fersk eða frosin ber að þínu vali (jarðaber, bláber, brómber eða hindber eða blanda þeim saman)
- 1/2 bolli skorið ferskt grænkál, muna að fjarlægja stilkinn
- 1/4 bolli skorið brokkólí
- 1/2 banani
- 1/2 bolli ferskur ananas
- 1/2 avókadó
- 1 cup ferskur appelsínusafi
Setjið allt í blandarann nema appelsínusafann, látið vinna að aðeins, blandið safanum rólega og smátt í einu þar til að þú hefur fengið þykktina eins og þú vilt hafa hana. Neytið strax.
Tengt efni: