Ég bakaði líka alveg eins köku nema fyrir eina dásamlega sem er með hnetuofnæmi og ég slepti þá hnetum og notaði möndlur í staðin.
1 bolli Döðlur
1 bolli Pekan hnetur
1/2 bolli Hrásykur (líka hægt að nota meira af döðlum og reyna sleppa sykri)
1 bolli haframjöl
3 msk spelt hveiti/heilhveiti
3 msk vatn
2 st egg
1 tsk vínsteinslyftiduft
75 gr dökkt súkkulaði ( saxa smátt , má alveg minka magnið)
Allt í matvinnslu vél og unnið saman.
Líka gott að láta hneturnar út í eftir að blandan er nánast tilbúin.
Því þá eru meira af hnetubitum.
Þá að setja í form og baka
Bakað í sirka 15 til 20 mín á 180 gráðum.
Hún er mjög góð lítið bökuð ☺
Gott að setja ofan á jarðaber, vínber og melónu:)
Þetta er alveg nammi kaka svo fínt að smakka smá og njóta kakan er æði með grískri jógúrt.