Hráefni:
1 dl rækjur,
1/2 avócadó skorið í þunnar sneiðar ( má stappa líka ef vill)
Smá sítrónusafi, ca 1/4 úr sítrónu
Nokkur korn cayannepipar
Smá lúka klettasalat
Steinselja, söxuð
Smá lúka Brokkóli&smáraspírur
Leggið rækjurnar ( afþýddar) á disk, setið klettasalatið og spírurnar við hliðna, raðið avócadó sneiðunum fallega hjá, dreifið sítrónusafanum ofaná avócadið og rækjurnar, dreifið nokkrum kornum af cayanne pipar yfir avócadóið og síðan saxaðri steinselju yfir allt saman. Frískt og ljúfengt.
Photography: Áslaug Snorradóttir