Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri. Þeytið egg, sykur og vanillu þar til ljóst og létt. Hellið bræddu smjörinu rólega saman við ásamt jógúrtinu. Setjið svo hveitið saman við og hrærið þar til það er rétt svo komið saman við. Bætið söxuðu súkkulaðinu út í og hrærið varlega með sleikju þar til allt er komið saman. Setjið deigið í pappírsklædd álmuffinsform og bakið í 20-25 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
Uppskrift af síðu eldhusperlur.com