Uppskrift gefur 12 stórar múffur.
¾ bolli af stöppuðum banana
¾ bolli + 2 msk af ósætri möndlumjólk
1 tsk af eplaediki
¼ bolli af maple sýrópi
1 tsk af vanillu extract
¼ bolli af kókóshnetuolíu – fljótandi
2 bollar af hvítu spelt hveiti
4-6 msk af kókóssykri eða öðru náttúrulegu sætuefni
2 tsk af matarsóda
1 ½ tsk af kanil
½ tsk af fínu sjávarsalti
½ bolli af valhnetum í mulningi
1 ¼ bolli af frosnum bláberjum – ekki láta berin þiðna áður en þau eru sett í deigið
Forhitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið múffuformið.
Takið skál og banana og stappið svo hann fylli ¾ úr bolla og setjið í skálina. Ef þú átt afgangs banana endilega frystu hann til að nota í næsta smoothie.
Með banananum skal setja mjólkina, edikið, sýrópið og vanilluna. EKKI hræra þessu saman strax.
Bræðið kókóshnetuolíuna ef þú ert ekki með fljótandi olíu. Notið lítinn pott og lágan hita.
Takið stóra skál og blandið saman öllum þurrefnunum.
Núna skal hræra kókóshnetuolíunni saman við blautu blönduna.
Hellið blautu blöndunni saman við þurru hráefnin og hrærið vel saman. Passið samt að hræra ekki of mikið því spelt er frekar viðkvæmt lítið hveiti.
Notið svo hendurnar til að blanda valhnetum saman við deigið og einnig bláberjunum, einnig passið að ofblanda ekki því það getur skemmt áferðina á múffunum.
Nú skal setja deigið í múffuformið. Fyllið hvert hólf upp að 3/4. Það er mjög gott að þrýsta nokkrum auka bláberjum ofan í deigið þegar það er komið í formin.
Bakið á 180 gráðum í 23-27 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út ef þú styngur honum í múffu.
Kælið í forminu í 5-8 mínútur og takið múffur svo úr formi og kælið áfram á grind í c.a korter.
Dásamlegar með kaffinu.