Uppskriftin er fyrir 16 brúnkur (fer auðvitað eftir því hvað þú skerð stórar sneiðar).
1 ¼ bolli af sykurlausum súkkulaðiflögum
1 dós af svörtum baunum (black beans) hreinsaðar og láta vökva renna af þeim
¼ bolli af cocoa dufti, ósætu
2 egg
1/3 bolli af olíu, ólífu eða kókóshnetuolíu sem búið er að bræða
¼ tsk kanill
2 tsk af vanilla extract
¼ tsk af salti
½ tsk af matarsóda
1 tsk af instant kaffi
1 msk af stevia – má sleppa og nota hrá hunang í staðinn
Forhitið ofninn í 180 gráður.
Takið eldfastmót og setjið í það bökunarpappír – mótið á að vera c.a 20 x 20 cm.
Passið að pappírinn sem þið notið í mótið sé þannig að deigið festist ekki við hann.
Setjið allt hráefnið í matarvinnsluvél og látið vinnast saman mjög vel. Deig á að vera mjúkt.
Hellið því svo í mótið og slettið jafnt úr deiginu.
Bakið því næst í 30-35 mínútur, notið prjón til að athuga hvort kakan sé bökuð í gegn.
Látið kökuna kólna á ofngrind í 10 mínútur áður en þú tekur hana úr mótinu. Best er að taka í hornin á pappírnum og lyfta henni þannig heilli úr.
Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þú skerð hana niður í bita.