Innihald: / 2 dl vatn / 1 dl eplasafi (trönuberjasafi) / 1 msk spirulina duft eða grænt duft / 1 msk omega 3-6-9 olía (ég set yfirleitt hörfræolíu) / 2 dl rauðrófusafi.
Þessa uppskrift er að finna í bókinni hennar Þorbjargar Hafsteinsdóttur 10 árum yngri á 10 vikum. Ég hef nokkrum sinnum hlaupið 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og sumarið 2011 var ég mjög dugleg að hlaupa úti. Ég náði mínum besta tíma í ágúst 2011 og ég byrjaði hlaupadaginn á þessum drykk. Ég er alveg sannfærð um að hann hjálpaði mikið til. Rauðrófusafi er súper hollur, eykur úthald og lækkar blóðþrýsting. Stundum nenni ég að djúsa hann en kaupi oftast tilbúinn rauðrófu-heilsusafa í flöskum.
Ég nota yfirleitt trönuberjasafa frá Healthy People í staðinn fyrir eplasafa.
Hér getur þú lesið mjög góða grein um rauðrófusafa.