5 msk sykur
120 g smjör, við stofuhita
2 NESBÚ egg
120 g FINAX mjöl (rauð ferna)
210 g döðlur
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
½ tsk vanillu extract, eða dropar
1 ½ tsk lyftiduft
Aðferð:
Byrjið á því að stilla ofninn á 180°C.
Leggið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir.
Hitið döðlurnar og vatnið í potti, þegar vatnið er byrjað að sjóða takið pottinn af hitanum og látið standa í 3 - 4 mínútur.
Blandið matarsóda saman við döðlumaukið og hrærið vel saman.
Leggið blönduna til hliðar. Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Bætið FINAX mjölinu út í deigið ásamt vanillu. Blandið döðlumaukinu smám saman út í deigið og blandið varlega saman með sleif.
Smyrjið hringlaga bökunarform (24 cm). Hellið deiginu í formið og bakið í ca. 30 mínútur eða þar til miðjan er alveg bökuð. Leyfið kökunni að kólna aðeins áður en þið berið hana fram.
Heit karamellusósa.
120 g smjör
1 ½ dl rjómi
120 g púðursykur
Aðferð;
Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Þessa sósu er hægt að bera fram með flestum eftirréttum, en hún er algjört lostæti.
Kakan er vissulega góð ein og sér en karamellusósan er eiginlega nauðsynleg. Svo er afskaplega gott að hafa ís eða rjóma með.