Guacamole er ekki bara Guacamole. Þessa verður að gera rétt.
Þessi er nauðsinleg með öllum mexíkönskum mat
2 stk avókadó, afhýdd og steinninn fjarlægður
2 stk tómatar, skornir í litla teninga
½ stk rauðlaukur, smátt saxaður
1 msk fínt saxaður ferskur chili pipar
1 msk límónusafi
1 stk hvítlauksrif, pressað
¼ tsk salt
25 g ferskur kóríander, smátt saxaður
Stappið avókadóið með gaffli svo það verði að mauki, má hafa svolítið af grófari bitum. Setjið í skál með restinni af uppskriftinni, blandið saman og setjið inn í ísskáp í 10–15 mín. Tilbúið.
Geymist í 3–4 daga í loftþéttu íláti í kæli.