En í þessu majó er enginn aukaefni sem venjulega finnast í majónesi.
Hollt heimalagað majónes sem grunnur fyrir fullt af allskyns sósum:
Magn Ca. 5 dl (1/2 líter) og auðvelt að stækka.
1 stk egg (frá frjálsum og hamingjusömum hænum)
1 tsk dijon sinnep
2 tsk eplaedik (eða annað gott ljóst edik)
2 tsk sítrónusafi
4 dl holl olía t.d Isíó-4 olía, Ólífuolía eða sólblómaolía (sunflower oil)
Salt og pipar
Aðferð:
Setjið eggið, sinnepið, edikið og sítrónusafan í skál og pískið vel saman þar til byrjar að freyða, þá er olían pískuð saman við með því að hella henni útí í mjórri bunu, smakkað til með salti og pipar.
Setjið í kæli og geymið í lágmark 30 mínútur áður en brúka skal majóið.
Munið að þetta geymist í vel lokuðu íláti í kæli í allt að viku.
Njótið.