Hráefni:
1 stórt mangó, hýðið tekið af og skorið bita
1 bakki spínat frá Lambhaga
2 cm engiferbútur, skorinn smátt
2 græn epli, hýðið tekið af og skorin í bita
1 gúrka, skorin í bita
2 sítrónur, hýðið tekið af og skornar í bita
1 bolli frosið mangó
250 - 500 ml kókosvatn eða vatn
Fyllt upp með klökum
Allt sett í blenderinn, nema klakarnir og mixað í tætlur. Fyllt upp með klökum. Þessi fallegi drykkur er dásamleg næring hvort sem er eldsnemma að morgni eða í síðdegissólinni.
Njótið dagsins!