Einfalt, fljótlegt (fyrir utan smá malltíma) og ofboðslega hollt og gott!
Kúskúsið er hreinlega ómissandi með.
Olía til steikingar
1 rauðlaukur
2-3 meðalstórar gulrætur
1 tsk kanill
1 tsk basilíkum
1 tsk cumin
1/2 tsk túrmerik
1/2 tsk paprikuduft
2 hvítlauksrif
1 lítil sæt kartafla eða 1/2 stór
1/2 blómkálshöfuð
1 dós niðursoðnir tómatar frá Biona
300 g soðnar baunir frá Sólgæti (ég notaði 150 g kjúklingabaunir + 150 g haricot baunir)
*Ath. má nota 1 dós af niðursoðnum baunum í staðinn
5 dl vatn
1 grænmetisteningur frá Kallo
Safi úr hálfri sítrónu
Salt og pipar eftir smekk
100 g kúskús frá Sólgæti
1 1/2 dl vatn
2 tsk ólífuolía
Herbamare salt á hnífsoddi
1 dl smátt skortnar apríkósur frá Sólgæti
1) Skerið laukinn og gulræturnar smátt og steikið upp úr olíu á pönnu.
2) Bætið við kryddum og steikið áfram í 2-3 mínútur.
3) Skerið grænmetið smátt og bætið út á pönnuna ásamt pressuðum hvítlauk. Steikið áfram í stutta stund.
4) Bætið baunum og grænmetisteningi við og hellið vatni og tómati út á pönnuna. Látið allt malla á pönnunni í 45 mínútur á miðlungs hita.
5) Kreistið sítrónu yfir og smakkið til með salti og pipar.
1) Sjóðið vatn í potti þar til suðan er orðin töluverð.
2) Slökkvið undir og bætið kúskúsi, apríkósum, ólífuolíu og herbamare við. Flöffið með gaffli og berið fram með réttinum.
Uppskrift frá birnumolar.is