Hráefni:
2 þroskuð avocado, stöppuð afar létt
1 stór tómatur, skorinn í bita og hreinsað innan úr honum
1 msk af lime safa
1 msk af lime kjöti
½ tsk af sjávarsalti
Hvítur pipar eftir smekk
1 lítill hvítlauksgeiri, vel kraminn
¼ rauðlaukur, saxaður mjög fínt
Og lúkufylli af annað hvort kóríandier eða graslauk
Settu allt hráefnið í skál og blandaðu því varlega saman, við viljum ekki að þetta líti út eins og klessa í skálinni.
Berðu fram fljótlega eftir að þetta er tilbúið.
Njótið~