Kakan;
2 dl hveiti
1 dl heilhveiti
1 dl pekanhnetur (muldnar)
1 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 tsk kanill
1 tsk múskat
1 tsk vanilludropar
1 1/4 dl isíó-4 olía
3 egg
1 ½ dl sykur
½ dl púðursykur
1 msk appelsínumarmelaði
3 dl gulrætur (fínt rifnar)
Aðferð:
Allt sett saman í hrærivélarskál og blandað vel saman, smyrjið form vel með fitu og setjið eina matskeið af heilhveiti í formið og veltið forminu um þannig að hveitið dreifist um allt fituga formið og hvolfið síðan restina af hveitinu úr forminu með því að banka létt í það, þá er deigið sett í formið og kakan bökuð við 180°c í ca.30-40 mín eða þar til að prjónn er stunginn í kökuna og hann kemur hreinn út. Leyfið kökuna að kólna aðeins áður enn hún er tekin úr forminu.
Skyrkremið:
150 gr hreint og óhrært skyr
150 gr smjör (við stofuhita)
1/2 tsk vanilludropar
400 g flórsykur
Aðferð:
Hrærið saman skyrið og smjörið í hrærivél þar til að það verður svolítið loftugt, þá er vanilludropunum og flórsykrinum blandað hægt og rólega útí , passið að kakan sé vel köld áður enn kremið er sett á, skemmtilegt er að rista gróft muldnar pekanhnetur með smá sykri og salti á pönnu og nota sem skraut ofaná kökuna ásamt rifnum gulrótum.