5 dl FINAX (rauð ferna eða græn ferna)
4 dl hrásykur
3 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
1 tsk salt
2 tsk kanill
1 tsk engifer
2 dl olía
4 Nesbúegg
5 dl gulrætur (rifnar)
Setjið öll þurrefni saman í skál, blandið öllum vökvanum saman við þurrefnin og hrærið saman með sleif.
Rífið gulræturnar með rifjárni og blandið saman við deigið.
Smyrjið form að innan með olíu, smjöri eða spreyi og hellið deiginu í formið.
Bakið við 180°C hita í ca. 45 mín, neðarlega í ofni eða þar til prjóni er stungið í kökuna miðja og ekkert deig festist við hann.
Kælið kökuna.
150 gr rjómaostur
250 gr flórsykur (má vera minna)
Rifinn sítrónubörkur
Hrærið saman hráefnunum og smyrjið á kalda kökuna.