Hráefni:
2 bollar af gúrku- taka þarf utan af henni og nota bara innihaldið
½ bolli af tómötum, skornum smátt og hreinsa innan úr þeim
¼ bolli af söxuðum rauðlauk
2 msk af fersku parsley
1 jalapeno, taka fræin úr og saxa það niður
4 og ½ tsk af fersku cilantro
1 hvítlauksgeiri, pressaður
¼ bolli af sýrðum rjóma sem er lágur í fitu (ég myndi nota grískan jógúrt)
1 og ½ tsk ferkur sítrónusafi
1 og ½ tsk ferkur lime safi
¼ tsk af kummin
¼ tsk af grófu salti
Tortilla flögur
Framkvæmdin:
Taktu litla skál og settu fyrstu 7 hráefnin í hana. Taktu svo aðra skál og settu sýrða rjómann, sítrónu safann, lime safann, og saltið, hrærðu þessu vel saman.
Helltu svo dressingunni yfir hráefnin og blandaðu vel.
Þetta skal borið fram strax ásamt Tortilla flögum.