1 stk gúrka
1 stk epli
2 cm engifer
ca 10 blöð og stöngull af myntu
Lítið mál að bæta við steinselju, sellerí, kóríander, spínati.
Því grænni því betri !
Allt sett í safavélina.
Auðvelt að setja á flösku og taka með í vinnuna eða bara njóta áður en vinnudagurinn hefst.
Ef safavélin er ekki til staðar þá er upplagt að blanda þessu saman í blandara þá nást allar trefjar með. Ef þeytingurinn verður of þykkur þá má bæta vatni saman við.
Blönduna má líka sigta úr blandaranum og þá er kominn einnig dýrindis safi eins og úr safapressunni.
Höfundur uppskriftar,
Helga Mogensen
Af vef islenskt.is