Uppskriftin er einföld, framreiðslutíminn spannar aðeins 5 mínútur að morgni og orkan endist þér langt fram eftir degi! Að vísu fara hafrarnir inn í kæli að kvöldi dags, en því auðveldara er að grípa þá í upphafi dags og hlaða líkamann af bætefnum.
Hnefafylli af fersku spínati eða grænkáli
1 stór og vel þroskaður banani
1 ½ msk chiafræ
1 bolli möndlumjólk
⅓ bolli haframjöl (glútenlaust)
Setjið spínatlaufin, bananann, chiafræin og möndlumjólkina í blandara og hrærið saman þar til blandan er orðin þykk og mjúk.
Setjið nú haframjölið í morgunverðarskál / ágætt ílát með loki og hellið blöndunni ofan á haframjölið. Hrærið vel saman, lokið ílátinu vel eða hyljið með filmu og látið standa í kæli yfir nótt.
Takið fram að morgni til, hrærið vel í blöndunni og njótið vel. Ljómandi góð hugmynd er að bragðbæta blönduna með matskeið af hnetusmjöri, múslíkurli, kókosmjöli og niðurskornum, ferskum ávöxtum.
Uppskrift frá sykur.is