Þessi er afar saðsamur og fullur af hollustu. Þú þarft ekkert nart fram að hádegismat ef þú skellir í einn svona á morgnana.
1 stór banani
240 ml haframjólk (eða rísmjólk ef einhverjir þola ekki hafra)
2 msk tröllahafrar lagðir í bleyti yfir nótt
½ tsk vanilluduft
1-2 msk hörfræolía
kanill framan á hnífsodd
lófafylli af klökum
Allt er sett í blandara og blandað þar til nánast kekkjalaust.