En hérna er uppskriftin.
Hráefni:
1 góð pera sem búið er að afhýða og hreinsa
2 appelsínur, hýðislausar og án steina
½ bolli af granatkjarna
3 stór blöð af grænkáli, taka stilkinn og henda
60 ml af vatni ef þarf
Leiðbeiningar:
Byrjaðu á að setja vökvann í blandarann og skelltu svo ávöxtunum saman við. Allt sem er grænt fer síðast í blandarann. Setja á góðan hraða og láta vinna í um 30 sekúndur eða þarf til drykkurinn er mjúkur.
Í þessum drykk eru 355 kaloríur
Fita er 2 gr
Prótein 8 gr
Kolvetni 84 gr
Trerfjar 19,4 gr
Kalk 33% af RDS.
Járn 1,5 mg
Folate 278,2 mcg
A-vítamín 44% af RDS
C-vítamín 294% af RDS
Þessi smoothie er einnig ríkur af B1 og
B6 vítamínum, kopar, magnesíum, kalíum og zinki.
Fullt glas af hollustu.
Njótið~