Djúsbók Lemon er stútfull af girnilegum og einföldum sælkera-söfum sem svo sannarlegar hafa slegið í gegn á veitingastaðnum Lemon.
Djúsbók Lemon er stútfull af girnilegum og einföldum sælkera-söfum sem svo sannarlegar hafa slegið í gegn á veitingastaðnum Lemon.
Það eru spennandi tímar framundan þar sem er unnið er að stækkun og flutningi Lemon á Laugaveginum.
Ef þú hefur ekki enn komið við og fengið þér bita og djús hjá þeim, þá mæli ég klárlega með „Spicy Tuna“ samloku og góðum sælkerasafa með henni.
Bad Times:
Epli, avókadó, gúrka og límóna
Hráefni:
- 2 epli
- 1/2 gúrka
- 1/6 límóna
- 1/2 avókadó
- 3 klakar
Eplin, gúrkan og límónan eru pressuð og síðan er safinn settur í blandara ásamt avókadóinu og klökunum. Blandað á fullum hraða í um 20 sekúndur.
Fyrir sælkera: Avókadó og límóna virka ótrúlega vel saman, en ef þú vilt fara með þennan drykk alla leið er geggjað að setja um það bil naglastóran bita af fersku chili út í og blanda með…TRYLLT!
Mundu eftir okkur á Facebook og Instagram #heilsutorg