Frábær og orkuríkur bláberjadrykkur sem hentar hvenær sem er, frábær sem morgunmatur og ekki síðri sem millimáltíð seinnipartinn.
Í uppskriftinni er hreint hampprótein sem er ein besta próteinuppspretta sem við getum fengið. Ef þið eigið ekki hampprótein er ekkert mál að nota t.d. möndlumjók og 1-2 msk af hampfræjum.
Æðislegur bláberjadrykkur
2 dl bláber
1 banani
Myntulauf, ca. 2-4 msk
30 gr hamp prótein
1 dl hampmjólk
Vatn og klakar eftir þörfum
Öllu blandað vel saman.
Þessa uppskrift og fleiri er hægt að nálgast á heimasíðunni minni www.heilsudrykkir.is