Eins og ég hef gaman af því að prófa nýjungar í matargerð þá er ég fáránlega einhæf í morgunmatnum á virkum dögum.
Um helgar nýt ég þess að byrja dagana á nýbökuðum pönnukökur með öllu tilheyrandi en á virkum dögum borða ég það sama dag eftir dag. Ég veit ekki hversu lengi ég byrjaði dagana á hrökkbrauði með osti og heilsusafa, enn lengur á hafragraut með allt of miklum kanil og mig grunar að nýjasta æðið muni slá öll vinsældarmet hjá mér, bláberjasmoothie. Mér þykir það sjúklega gott!
Það líða nákvæmlega 5 mínútur frá því að ég stíg inn í eldhúsið á morgnana þar til ég er búin að gera drykkinn, setja hann í töskuna mína og ganga frá í eldhúsinu eftir mig. Ég tek hann alltaf með mér og drekk ýmist í bílnum á leiðinni í vinnuna eða þegar ég er komin þangað. Þá er klukkan 8 og drykkurinn stendur með mér til hádegis. Ég elska hann fyrir það! Á hrökkbrauðstímabilinu var ég alltaf orðin svöng aftur um klukkan 10 og fannst það glatað.
Hér áður fyrr forðaðist ég að nota blandarann minn því mér þótti svo leiðinlegt að þvo hann. Ég lærði síðan aðferð við þvo hann á svipstundu og síðan þá hefur hann verið í stöðugri notkun. Trixið er að um leið og ég er búin að nota blandarann þá skola ég hann snögglega upp úr heitu vatni, set síðan vatn í hann svo rétt nái yfir hnífinn í botninum, nokkra dropa af uppþvottalaugi og skelli síðan blandaranum aftur í gang í nokkrar sekúndur. Síðan skola ég sápuna bara úr og læt skálina þorna.
Þar sem ég tek drykkinn alltaf með mér á morgnana þá fór ég á stúfana eftir góðu íláti sem ég gæti áhyggjulaust haft í töskunni án þess eiga hættu á að það myndi leka. Vinkona mín benti mér á að bestu ílátin undir svona drykki væru frá Lock & Lock. Þau fást í Hagkaup og kosta undir 700 krónum. Uppskriftin passar akkúrat í ílátið og ég hendi því óhrædd í töskuna mína eins og vinkona mín segist gera með sitt. Það hefur aldrei lekið dropi úr því!
Bláberjasmoothie
Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman.
Ef þú vilt hafa samband þá er ég með netfangið svavag hjá gmail.com
Bestu kveðjur, Svava.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í