Drykkurinn inniheldur til að mynda rauðrófu, sellerí og hindber, allt hráefni sem eru þekkt fyrir að innihalda efni sem eru góð í baráttunni við krabbameini.
Rauðrófur innihalda andoxunarefni sem heitir betalain. Betalain er talið virka letjandi á vöxt krabbameinsæxla og koma í veg fyrir frumuskiptingar. Rannsóknarmenn víða um heim vilja meina að ef þú bætir 3-4 sneiðum af rauðrófu við daglegt mataræði getir þú minnkað líkurnar á krabbameini í nýrum.
Hindber innihalda efni sem heitir ellagitannins og er það talið hægja á þroska og vexti krabbameinsfruma auk þess sem það er talið koma í veg fyrir að heilbrigðar frumur stökkbreytist. Stökkbreyttar frumur eru þær frumur sem við köllum í daglegu tali krabbameinsfrumur.
Sellerí inniheldur m.a. plöntuefnin (phytonutrient) apigenin og luteolin en þessir tveir andoxara eru taldir hafa letjandi áhrif á krabbameinsfrumu og þá sérstaklega krabbameinsfrumur í brisi og sumir vísindamenn vilja ganga svo langt að segja að efnin tvö einfaldlega drepi krabbameinsfrumurnar.
Drykkurinn er því í raun bæði fallega bleikur af tilefni október mánaðar auk þess sem hann er samsettur með tilliti til þeirra krabbameinshamlandi efna sem hráefnin innihalda.
Bleikur október (237 Kcal)
5,6 gr prótein, 39 gr kolvetni, 5,8 gr fita
1 lítil vel þroskuð rauðrófa, ca. 60 gr
1 1/2-2 dl hindber, ca. 50-60 gr
1 banani, vel þroskaður
1 sellerístilkur
1 msk chiafræ
2 dl möndlumjólk
vatn ef þarf
Öllu blandað vel saman.
Fleiri drykkir og fróðleikur á síðunni minni www.heilsudrykkir.is