Hádegið.
Gæti mögulega verið eitt besta Boost sem ég hef smakkað.
Boost.
1/2 banani
1 Grænt epli
Ein lúka frosin Bláber( úr skagafirðinum)
Tvær lúkur frosið mango
Síðan fór ég út í garð og náði í allskonar grænt kál úr kössunum hjá mér ( ekki samt Rucola of sterkt í þennan)
Aldrei hægt að setja of mikið af því svo tróð vel í skálina
1 msk. Chia fræ ( læt bólgna út í 2 dl. af vatni í 10 mín aður en í skálina fer)
Safi úr 1/2 lime
Nóg af klaka...best ísskalt.
Vatn eftir smekk.