Ný rannsókn hefur sýnt að ef þú drekkur þennan ákveðna drykk tvisvar á dag þá áttu að ná allt að 90 mínútna lengri svefn á hverri nóttu.
Teymi af fólki sem vinnur við rannsóknir hjá Louisiana State University fékk sjö eldri borgara sem þjáðust af svefnleysi til að drekka 225 ml af kirsuberjasafa tvisvar á dag í tvær vikur og í kjölfarið fylgdu aðrar tvær vikur þar sem þau fengu engan kirsuberjasafa og síðan fengu þau svo kallaða lyfleysu til að drekka næstu tvær vikurnar.
Þegar þessar 6 vikur voru svo bornar saman þá kom í ljós að þær tvær vikur sem að þessir einstaklingar drukku kirsuberjasafann náðu þeir að meðaltali 84. fleiri mínútum í svefn á hverri nóttu.
Kirsuberjasafi inniheldur nefnilega hið náttúrulega svefn-vöku efni melatonin og amnio sýruna tryptopan.
Þeir sem stóðu að þessari rannsókn vilja meina að allir sem eiga við svefnvandamál að stríða ættu að drekka kirsuberjasafa tvisvar á dag allt árið um kring.
Safinn er náttúrulegur, annað en svefnlyfin.
Prufað þá kiwi. Já, kiwi.
Að borða tvö kiwi klukkustund fyrir svefn hefur sýnt að þú náir að sofa um 13% lengur en vanalega og átt á minni hættu á að vakna upp um miðja nótt, nema auðvitað þú þurfir að pissa.
Heimild: organichealth.co