Ég sat eitt sinn námslotu í Heilsumeistaraskólanum í lifandi fæði og lærði ég að gera kornspírusafa (rejuvelac). Kornspírusafi er ein aðal uppistaðan í lifandi fæði, sem er ekki það sama og hráfæði, en hann inniheldur góðgerla sem eru afar mikilvægir fyrir meltinguna því þeir framleiða ensím sem hjálpa okkur að melta matinn. En hvort sem þú ert með einhver heilsuvandamál eins og t.d. meltingarvandræði eða stútfull af orku- og vítamínum þá er gott fyrir þig að drekka kornspírusafa af og til. Þegar við förum í hreinsun eða detox einblínum við á að losa okkur við slæmu bakteríurnar í meltingarveginum en eigum það til að gleyma að byggja flóru hans aftur upp og styrkja. Það er hægt að gera á margan hátt eins og m.a. að taka inn mjólkursýrugerla, borða gerjaðan mat eins og súrkál eða annað gerjað grænmeti, borða ósæta AB-mjólk og drekka kornspírusafa. Gæða kornspírusafi á að bragðast eins og skrítið sódavatn og alls ekki drekka hann ef hann er hrikalega vondur á bragðið og vond lykt því þá hefur eitthvað ekki heppnast í ferlinu. Það er hægt að búa til kornspírusafa úr t.d. hveitikorni og quinoa.
Að búa til hvítkálssafa finnst mér auðveldasta leiðin að búa til gerjaðan safa því ég mikla oft fyrir mér að spíra fræ þó það sé í raun og veru ekkert mál. Hann inniheldur þó fullt af góðgerlum og mér finnst hann bragðbetri. Þetta er samt ekkert það besta sem ég drekk en þá er um að gera að setja safann í fallegar flöskur. Ég tek tarnir í að drekka hann og þá helst eftir e.k. tiltekt í mataræðinu. Þú getur sett hann í boost en mér finnst best að drekka hann á morgnana og milli mála.
Hvítkálssafi: / 4 dl vatn / 7 dl ferskt grófskorið hvítkál.
Kornspírusafi úr spíruðu hveitikorni: / 1-2 dl heil hveitikorn.
Ef þú vilt hafa samband við mig er netfangið mitt: valdis@ljomandi.is
Ég vona að ykkur líki ljómandi vel.
Bestu kveðjur, Valdís.