Drekkutíma gleði .
Stundum eða eiginlega alltaf langar mig í ís .
Algjörlega ís sjúk kona.
Og það náttúrlega mundi ekki ganga upp að hanga á Vesturbæjarís alla daga eins og hugurinn kallar nú samt á þetta allt saman :)
Svo þá er að redda sér.
Boost/ís
2 dl.Frosin banani
2 dl.Frosin vatnsmelóna
4 dl.Frosin Jarðaber
2 döðlur
2 dl.Örnu-ABmjólk
Vatn eftir smekk.
Allt í blandara og unnið í silkimjúkann ís.
Síðan Mango frá Nature's Finest á Íslandi á toppinn
og einn ogggupogggu biti af suðusúkkulaði frá Nóa sírírus
Þetta er alveg sjúklega gott og púkarnir komni til hvílu :)