Spínat og appelsínur saman í drykk – já takk.
Spínat og appelsínur saman í drykk – já takk.
Appelsínur eru fullar af C-vítamíni og allir vita að spínat er afar hollt. Þessi drykkur er dúndur heilsubomba.
Uppskrift er fyrir 1.
Hráefni:
1 appelsína – án hýðis
½ banani
1 bolli af fersku spínati
¼ bolli af kókósvatni – má bæta við það
1 msk af hemp fræjum – má sleppa
Klaki eftir smekk
Leiðbeiningar:
- Settu allt hráefnið í blandara með nokkrum ísmolum og láttu blandast við mikinn hraða.
- Bættu kókósvatni saman við eins og þér finnst passa.
Mundu að hafa eitthvað af hráefnum frosnum.
Njótið vel!