Engiferið er frábært fyrir meltinguna og einnig ef þú ert með flensu og gulrætur eru stútfullar af A-vítamíni og andoxunarefnum.
Drykkur er fyrir einn. Þessi er númer 21.
1 banani án hýðis
¼ bolli af hráum kasjúhnetum – ekki nota ristaðar hnetur
¼ tsk af engifer
1 lítil gulrót
3 bollar af baby spínat
240 ML af ósætri möndlumjólk eða mjólk að eigin vali
Ef þú vilt hafa drykkinn kaldann þá skaltu hafa bananann frosinn eða bæta ísmolum saman við.
Ef uppskrift er of stór þá má geyma afganginn í lokuðu íláti í ísskáp í 24 tíma.